
Emmsjé Gauti
Emmsjé Gauti er sviðsnafn rapparans Gauta Þeys Mássonar. Hann gaf út sína fyrstu breiðskífu árið 2011. Átta plötum seinna er Gauti orðið nafn sem flestir ættu að kannast við. Hvort sem þú fílar rapp lögin, ballöðurnar eða bæði þá finnur þú eitthvað fyrir alla á tónleikum með Gauta. Gauti er þekktur fyrir metnaðarfulla sviðsframkomu og leggur sig allan fram við að gera sem mest úr upplifun áhorfenda. Von er á nýrri plötu frá honum 15 ágúst 2025 og heitir hún Stéttin.