Listamenn

Uppgötvaðu hæfileikaríkustu tónlistarmenn Íslands og þeirra einstöku vörusöfn. Hver listamaður kemur með sinn einstaka stíl og sköpunarkraft.

Saint Pete cover image

Saint Pete

.

Bríet cover image

Bríet

Bríet er marg verðlaunuð íslensk tónlistarkona. Hún er fjölhæfur hljóðfæraleikari sem semur og flytur sín eigin lög, en hún hefur unnið með mörgum tónlistarmönnum í gegnum tíðina. Fyrsta breiðskífa Bríetar “Kveðja, Bríet” var valin ‘besta plata ársins’ á Íslensku Tónlistarverðlaununum 2021. Sama ár vann hún einnig í flokkunum ‘söngkona ársins’ og ‘textahöfundur ársins’. Bríet hefur verið að semja tónlist og koma fram síðan að hún var unglingur. Hún elskar að kanna tilfinningar og nota tónlistina til að tjá þær. Nú í mars 2025 vann Bríet ásamt Birni einnig plötu ársins á íslensku tónlistarverðlaununum.

DIMMA cover image

DIMMA

DIMMA hefur á undanförnum árum skipað sér sess sem ein vinsælasta rokksveit landsins. Hljómsveitin var stofnuð árið 2003 og hefur gefið út sex breiðskífur, nokkrar tónleikaplötur og leikið á fleiri hundruð tónleikum um allt land, sem og erlendis. Þá er orðið frægt samstarf DIMMU með Sinfóníuhljómsveit Norðurlands og með Bubba Morthens. DIMMA hefur fengið fjölda viðurkenninga fyrir kraftmikinn lifandi flutning en margir vilja meina að DIMMA sé ein besta tónleikasveit landsins. DIMMA: Stefán Jakobsson - Söngur Ingó Geirdal - Gítar Silli Geirdal - Bassi Birgir Jónsson- Trommur

Une Misère cover image

Une Misère

The ferocious and primal energy of UNE MISÈRE has been turning heads ever since their formation in 2016. Mirroring the dark, cold and barren nature of their homeland; UNE MISÈRE has crafted a unique blend of concise blackened hardcore.

Emmsjé Gauti cover image

Emmsjé Gauti

Emmsjé Gauti er sviðsnafn rapparans Gauta Þeys Mássonar. Hann gaf út sína fyrstu breiðskífu árið 2011. Átta plötum seinna er Gauti orðið nafn sem flestir ættu að kannast við. Hvort sem þú fílar rapp lögin, ballöðurnar eða bæði þá finnur þú eitthvað fyrir alla á tónleikum með Gauta. Gauti er þekktur fyrir metnaðarfulla sviðsframkomu og leggur sig allan fram við að gera sem mest úr upplifun áhorfenda. Von er á nýrri plötu frá honum 15 ágúst 2025 og heitir hún Stéttin.

The Vintage Caravan cover image

The Vintage Caravan

Prog rock trio THE VINTAGE CARAVAN’s sixth studio album, Portals, will be out on September 26, 2025! Virtuosic ‘70s-inspired guitar ruminations encounter an irrefutable mixture of fresh elements and psychedelic, progressive and blues rock trademarks on Monuments, radiating the soul of some larger-than-life bands of the past as these youngbloods breathe new life into a classic formula.

Agent Fresco cover image

Agent Fresco

Icelandic rock pioneers Agent Fresco are as untamed, graceful and unpredictable as the land they come from. In the last couple of years, their iridescent, propulsive and highly addictive music made the highly esteemed and passionate Reykjavik band – comprised of Arnór Dan, Þórarinn Guðnason, Hrafnkell Örn Guðjónsson and Vignir Rafn Hilmarsson – become the favourite of a music-loving nation and an act sparking international interest.

Young Nazareth cover image

Young Nazareth

.

Villi Netó cover image

Villi Netó

.

Una Torfa cover image

Una Torfa

Una Torfa er lagasmiður og söngkona úr Vesturbænum sem semur lög á íslensku um ástir, höfnun, hjartasár og hamingju. Textarnir eru fjölbreyttir og taka á ýmsum hliðum margslunginna tilfinninga. Hún fangar nákvæmar tilfinningar og kemur þeim í orð, finnur lítil augnablik og hverfular hugmyndir og festir þær í textum. Laglínurnar dansa í takt við textana sem Una syngur á meðan hún spilar á gítar og píanó. Una hefur verið tilnefnd til ýmissa verðlauna og hlotið Íslensku tónlistarverðlaunin í tvígang, sem söngkona ársins 2022 og flytjandi ársins 2024. Fyrsta plata Unu „Flækt og týnd og einmana“ hlaut Kraumsverðlaunin 2022 og platan „Sundurlaus samtöl“ var tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna og var valin poppplata ársins 2024 af Morgunblaðinu.

Iceland Airwaves cover image

Iceland Airwaves

Iceland Airwaves is Reykjavík's longest-running music festival and industry meetup.